13.05.19

Hlutverk foreldra í forvörnum - Morgunverðarfundur

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 15. maí kl. 8:15–10:00 á Grand hótel. Fundarefnið að þessu sinni er hlutverk foreldra í forvörnum.

Þátttökugjald er 3.000 krónur sem þarf að staðgreiða.
Morgunverður er innifalinn í gjaldinu.

Sjá nánar um efni fundarins í auglýsingu hér fyrir neðan.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef Náum áttum.

Náum áttum hópinn mynda fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna. Þeir eru; Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF, Barnaverndarstofa, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Reykjavíkurborg, Vímulaus æska / Foreldrahús, IOGT á Íslandi, Heimili og skóli, Þjóðkirkjan, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Umboðsmaður barna.

 

<< Til baka