23.04.19

Farsóttafréttir eru komnar út

 

Farsóttafréttir að þessu sinni fjalla um hópsýkingu af völdum mislinga sem skók íslenskt samfélag í febrúar og mars síðastliðinn og hvernig var brugðist við henni. Einnig er fjallað um alvarlegt tilvik af völdum listeríusýkingu sem átti rætur að rekja til mengaðs lax.

Tvö tilfelli af jersíníusýki greindust í janúar á þessu ári. Jersíníusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar hér á landi en bakteríurnar sem þær valda finnast í þörmum dýra, einkum svína og geta borist í menn með mengun matvæla.

Tilfelli af hermannaveiki er lýst sem mátti rekja til gamallar lagnar í fjölbýlishúsi og einnig er lýst tilfelli af smitandi berklum en fylgst er með þeim sem hafa komist í tæri við þann smitaða. Þá er sagt frá inflúensufaraldrinum veturinn 2018–2019 sem var með mildara móti. Talið er að góð þátttaka í bólusetningum hér á landi hafi stuðlað að því.

Lesa nánar: Farsóttafréttir. 12. árgangur. 2. tölublað. Apríl 2019

Sóttvarnalæknir

<< Til baka