21.03.19

Má gefa bóluefni gegn mislingum (M-M-RVAXPRO) með öðrum bóluefnum?

Upp er kominn sá orðrómur að ekki megi gefa bóluefni gegn mislingum (M-M-RVAXPRO) á sama tíma og önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir vill árétta að samkvæmt fylgiseðli með bóluefninu þá má gefa MMR bóluefnið á sama tíma og öll önnur bóluefni hvort sem þau eru lifandi (t.d. hlaupabólubóluefni) eða dauð en öll önnur bóluefni í almennum bólusetningum á Íslandi eru dauð.

Einungis ef ekki er hægt að gefa annað lifandi bóluefni á sama tíma þá þarf að líða a.m.k. 1 mánuður á milli. Þetta gildir hins vegar ekki um dauð bóluefni.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka