27.02.19

Óskum eftir að ráða sérfræðing á sviði heilbrigðisupplýsinga

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á heilbrigðisupplýsingasviði til að taka þátt í eftirliti með skráningu og starfsemi heilsugæslu í tengslum við fjármögnunarkerfi heilsugæslustöðva. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og fagmennsku. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga.

Á heilbrigðisupplýsingasviði er unnið að mörgum spennandi verkefnum, s.s. rekstri heilbrigðisskráa og úrvinnslu og miðlun tölfræði um heilsufar og notkun heilbrigðisþjónustu. Sviðið ber ábyrgð á útreikningum á sjúkdómabyrði og gæðaviðmiðum í heilsugæslu í tengslum við fjármögnunarkerfi og hefur eftirlit með skráningu. Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem hefur frumkvæði, metnað til að ná árangri í starfi og er jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.03.2019

Nánari upplýsingar veitir

Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri
shara@landlaeknir.is 

Nánari upplýsingar á Starfatorg.

<< Til baka