27.11.18

Verðlaunaafhending í myndakeppni forvarnardagsins

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti í vikunni verðlaun í ljósmyndakeppni forvarnardagsins sem haldinn var 3. október sl. Verðlaunin hlutu að þessu sinni þau Jóhanna Inga Elfarsdóttir, nemandi í Seljaskóla í Reykjavík, Leó Einarsson, nemandi í Varmahlíðarskóla, og Magnús Bjarki Jónsson, nemandi í Álftamýrarskóla – Háaleitisskóla.

Auk ungmennanna mættu fjölskyldur þeirra, Alma Möller landlæknir og fulltrúar þeirra sem standa að forvarnardeginum.

Myndir: Forseti.is og EL.

<< Til baka