01.11.18

Vel heppnaður fræðsludagur um bólusetningar barna

Sjá stærri mynd

Fjallað var um bólusetningar barna frá ólíkum sjónarhornum á vel heppnuðum fræðsludegi um bólusetningar barna, þann 31. október. Fullbókað var á fræðsludaginn og mættu 190 heilbrigðisstarfsmenn af öllu landinu. Fræðsludagurinn er haldinn í tengslum við Fræðadaga heilsugæslunnar.

Meðal annars fjallaði Kamilla S. Jósefsdóttir, barnalæknir og verkefnisstjóri hjá Sóttvarnalækni/Embætti landlæknis um ávinning af bólusetningum á Íslandi 1888 til 2017 og leiðir til að bæta þátttöku í almennum bólusetningum. Einnig ræddi Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Embætti landlæknis um samtöl við foreldra sem eru hikandi gagnvart bólusetningum. Sjá nánar dagskrá.

Sjá dagskrá Fræðadaga heilsugæslunnar sem standa yfir dagana 1. – 2. nóvember 2018.

<< Til baka