04.09.18

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga þann 10. september.

Sjá stærri mynd

Í tilefni af Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga mánudaginn 10. september 2018 verður haldið málþing í húsnæði Decode við Sturlugötu 8, milli kl. 15:00 – 17:00 þar sem auk annarra áhugaverðra erinda verða kynntar niðurstöður kannana meðal framhaldsskólanema um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir ungs fólks á Íslandi. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar, á fimm stöðum á landinu, til að minnast þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi.

Málþingið - Stöndum saman gegn sjálfsvígum

Fundarstjóri:  Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnisstjóri Bataskóla Íslands

Dagskrá

15.00 Opnunarávarp

 • Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

15.15 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir ungs fólks á Íslandi: Niðurstöður kannana meðal framhaldsskólanema frá 2000 til 2016.

 • Ingibjörgu Eva Þórisdóttur, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis.

15.40 Píeta samtökin: Fyrstu 6 mánuðirnir í móttöku og meðferð.

 • Edda Arndal, forstöðumaður Pieta á Íslandi.

16.00 Kaffi & kleinur.

16.15 Hugurinn þinn.

 • Alda Karen Hjaltalín, ráðgjafi og fyrirlesari í New York

17.00 Lok.

Sjá síðu fyrir viðburðinn á Facebook

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir til minningar um þá sem hafa fallið fyrir eigin hendi verða í Dómkirkjunni, Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju og Ísafjarðarkirkju að kvöldi mánudagsins 10. september og í Útskálakirkju að kvöldi sunnudagsins 9. september.

Dagskrá kyrrðarstundarinnar í Dómkirkjunni í Reykjavík 10. september kl. 20:00.

 • Sr. Jóna Hrönn Bolladóttur flytur hugvekju
 • Eyþór Ingi Gunnlaugsson flytur tónlistaratriði
 • Heiðrún Jensdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni
 • Jónas Þórir verður organisti

Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til að minnast ástvina sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Allir velkomnir

Sjá viðburð á Facebook

Eftirtaldir aðilar standa að dagskránni:

 • Embætti landlæknis
 • Geðhjálp
 • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
 • Hugarafl
 • Landspítalinn - geðsvið
 • Minningarsjóður Orra Ómarssonar
 • Ný dögun, stuðningur í sorg
 • Pieta samtökin
 • Rauði krossinn
 • Þjóðkirkjan

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til að efna til dagskrár í tilefni af Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga þann 10. september ár hvert. Þema dagsins að þessu sinni er Stöndum saman gegn sjálfsvígum og felur í sér hvatningu til samfélagsins í heild um að beita sér sameiginlega fyrir því að fækka sjálfsvígum.

Frekari upplýsingar veita:

Salbjörg Bjarnadóttir
verkefnisstjóri,
Svið eftirlits og gæða
Embætti landlæknis
salbjorg@landlaeknir.is
s. 862 8156

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir
gjgudlaugs@gmail.com

Anna G. Ólafsdóttir
framkvæmdastjóri Geðhjálpar
ago@gedhjalp.is

<< Til baka