31.08.18

Fjallað um tannheilsu landsmanna í nýjum Talnabrunni

Sjá stærri mynd

Talnabrunnur Embættis landlæknis fjallar að þessu sinni um tannheilsu landsmanna. Þar kemur m.a. fram að 73% landsmanna, 18 ára og eldri, fara að minnsta kosti einu sinni á ári til tannlæknis. Hins vegar mætti einungis um helmingur 67 ára og eldri (54%) til tannlæknis árið 2017.

Þann 1. september 2018 tekur rammasamningur um tannlækningar fyrir eldra fólk gildi en hann tryggir að lágmarki 50% greiðsluþátttöku vegna tannlæknaþjónustu sem fellur undir tryggingar.

Höfundar efnis eru Hólmfríður Guðmundsdóttir og Jón Óskar Guðlaugsson.

Ritstjóri Talnabrunns er Hildur Björk Sigbjörnsdóttir.

Lesa nánar: Talnabrunnur. 12. árgangur. 7. tölublað. Ágúst 2018.

<< Til baka