21.07.18

Auglýsing um starf sviðsstjóra rekstrar og þjónustu

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sviðsstjóra rekstrar og þjónustu.
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 13. ágúst 2018. 

Sviðið ber ábyrgð á öllum innri rekstri embættisins, svo sem starfsmannahaldi, fjársýslu, skjalavörslu, öryggismálum, húsnæðismálum, móttöku og símavörslu ásamt útgáfu og miðlun efnis. Sviðsstjóri situr í framkvæmdastjórn embættisins og heyrir beint undir landlækni.

Frekari upplýsingar um starfið gefur Alma D. Möller landlæknir, í gegnum netfangið halldorav@landlaeknir.is eða síma 510 1900.

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is þar sem einnig má nálgast nánari upplýsingar.

Sjá starfsauglýsingu

<< Til baka