04.07.18

Farsóttafréttir eru komnar út

Í fréttabréfinu er m.a. sagt frá mislingum um borð í flugvél Icelandair og afdrifum þess máls. Lagt er mat á hættu á mislingafaraldri hér á landi.

Einnig er sagt frá hópsýkingu sem braust út meðal áhafnarmeðlima íslensks farskips á hafi úti.

Fjallað er um nýja reglugerð um meðferð og flutning á líkum hér á landi.

Vakin er athygli á kynsjúkdómum, einkum lekanda sem fyrr er talsvert vandamál og fjallað er um fyrirhugaðar aðgerðir til að hindra útbreiðslu þeirra.

Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál hér á landi sem og annars staðar í heiminum en unnið er að því vinna gegn því.


Lesa nánar: Farsóttafréttir. 11. árgangur. 3. tölublað. Júlí 2018 (PDF)

Sótvarnalæknir

<< Til baka