06.06.18

Óstaðfestar fréttir af mislingum um borð í vél Icelandair

Í fréttum í morgun var greint frá mislingasmiti um borð í flugvélum Icelandair þann 30.5.2018 frá Berlin til Keflavíkur og frá Keflavík til Toronto (FI529 og FI603). Engar upplýsingar um ofangreint smit hafa hins vegar borist sóttvarnalækni eða Icelandair og eru þessar fregnir því óstaðfestar á þessari stundu.

Ef fréttirnar verða staðfestar munu farþegar ofangreindra véla fá send skilaboð með viðeigandi leiðbeiningum.

Rétt er að árétta að allt að 3 vikur geta liðið þar til veikinda af völdum mislingasmits verður vart. Bólusetning gegn mislingum á þessari stundu kemur ekki í veg fyrir veikindi.

 

Sjá nánar:

Sóttvarnalæknir

<< Til baka