20.04.18

Skýrsla um stöðugreiningu og framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna á Íslandi

Embætti landlæknis hefur gefið út skýrslu um niðurstöður íslenskrar vinnustofu um geðheilbrigðismál barna og ungmenna, sem haldin var í tengslum við evrópskt samstarfsverkefni, EU Compass for Action on Mental Health and Well-Being.

Vinnustofan var haldin í formi starfsdags þar sem fulltrúar 40 stofnana og félagasamtaka á sviði mennta-, félags- og heilbrigðismála komu saman til að vinna að lausnum hvað snertir skipulag geðheilbrigðisþjónustu, forvarnir og snemmtæka íhlutun, samstarf milli stofnana í nærumhverfi og áreiðanlega söfnun heilbrigðisupplýsinga um geð- og þroskaraskanir meðal barna og ungmenna.

Vinnustofan var skipulögð af Embætti landlæknis og velferðarráðuneytinu í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Skýrslan hefur að geyma niðurstöður vinnuhópa sem framkvæmdu stöðugreiningu á styrk- og veikleikum, ógnunum og tækifærum á hverju sviði, lýstu framtíðarsýn sinni í málaflokknum og settu fram ábendingar um þau forgangsatriði sem brýnast er að koma til framkvæmda á næstu árum til þess að styðja betur við geðheilsu barna og ungmenna hér á landi.

Opnið skýrsluna hér 

Sigrún Daníelsdóttir
verkefnastjóri geðræktar

 

<< Til baka