28.12.17

Klínískar leiðbeiningar um sortuæxli í húð, leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni

Klínískar leiðbeiningar um sortuæxli í húð, leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni hafa nú verið birtar á vef Embættis landlæknis. Tilgangur leiðbeininganna er að fara yfir greiningu, meðferð og eftirlit hjá einstaklingum sem greinast með sortuæxli í húð.

Meðferðarleiðbeiningarnar eru byggðar á erlendri fyrirmynd og skal líta á þær sem leiðbeinandi en þær tryggja ekki árangursríka meðferð í öllum tilvikum. Ákvörðun um meðferð og eftirlit skal ætíð taka af lækni og sjúklingi í ljósi aðstæðna.

Í vinnuhópi fyrir leiðbeiningarnar sitja Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir, Gunnar Bjarni Ragnarsson og Þórir Steindór Njálsson. Leiðbeiningar þessar verða endurskoðaðar af vinnuhópnum í ljósi nýrrar vitneskju.

Sjá: Klínískar leiðbeiningar um Sortuæxli í húð: leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni.

<< Til baka