01.12.17

Embætti landlæknis á Facebook

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis opnar í dag Facebook-síðu sem mun hafa í för með sér nýja nálgun og efla upplýsingamiðlun embættisins. Á Facebook verður efni miðlað af vef embættisins og athygli vakin á ýmsum verkefnum og viðburðum. Einnig verður miðlað öðru efni sem varpar ljósi á störf embættis landlæknis en fær ekki sérstaka umfjöllun á vef þess.

Embættið mun einnig nota samfélagsmiðla til að koma leiðbeiningum er varða lýðheilsu/heilbrigði á framfæri við þolendur atviks, almenning og til viðbragðsaðila. Lögð er áhersla á notkun samfélagsmiðla þegar náttúruvá eða önnur vá er yfirvofandi eða stendur yfir.

Facebook-síða Embættis landlæknis

Nokkrir afmarkaðir málaflokkar og verkefni Embættis landlæknis hafa verið á Facebook um nokkurt skeið en það eru, Sóttvarnalæknir-Bólusetningar, Ráðleggingar um mataræði , Heilsueflandi samfélag, Heilsueflandi leikskóli, Heilsueflandi grunnskóli og Heilsueflandi framhaldsskóli.

Á myndinni sést Birgir Jakobsson landlæknir og Hrafnhildur B. Stefánsdóttir vefstjóri opna Facebook síðuna.

<< Til baka