24.11.17

Biðlistar eftir völdum skurðaðgerðum

Þrisvar á ári kallar Embætti landlæknis eftir upplýsingum um bið eftir völdum aðgerðum. Embættið hefur gefið út viðmið um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu og er bið eftir skurðaðgerð talin ásættanleg allt að 90 dögum (3 mánuðum) frá greiningu sérfræðings.

Í meðfylgjandi greinargerð er fjallað um stöðu á biðlistum eins og hún var um mánaðamótin september/október 2017 og biðtími skoðaður sérstaklega út frá 90 daga viðmiðinu.

Skipulagt þriggja ára biðlistaátak til styttingar á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum, hjartaþræðingum og augasteinsaðgerðum er nú um það bil hálfnað. Í greinagerðinni er lögð áhersla á umfjöllun um þessar aðgerðir.

Lesa nánar:

Greinargerð

Töfluyfirlit

 

Leifur Bárðarson
sviðsstjóri sviðs eftirlits og gæða

Laura Sch. Thorsteinsson
staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða

Agnes Gísladóttir
verkefnisstjóri á heilbrigðisupplýsingasviði 

 

<< Til baka