09.11.17

Viðbótarmagn af inflúensubóluefni nú tilbúið til afhendingar

Sjá stærri mynd

Tekist hefur að útvega 5.000 skammta af inflúensubóluefni til viðbótar við þá 65.000 skammta sem nú þegar er búið að dreifa.

Stærstum hluta þessara viðbótarskammta verður dreift til heilsugæslunnar og sjúkrahúsa til að tryggja, að sem flestir einstaklingar með undirliggjandi áhættu fái bólusetningu.

Nánari upplýsingar um bólusetninguna má fá á næstu heilsugæslustöð.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka