08.11.17

Málþing Heilsueflandi grunnskóla haldið á föstudag

Sjá stærri mynd

Málþing Heilsueflandi grunnskóla verður haldið í Bratta, sal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð næstkomandi föstudag 10. nóvember kl. 12:30-16:00.

Embætti landlæknis stendur fyrir málþinginu í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Málþingið er ætlað öllum þeim sem starfa í grunnskólunum og þeim sem koma að grunnskólasamfélaginu.

Það eru allir velkomnir á málþingið sem áhuga hafa á heilsueflingu í grunnskólastarfi og Heilsueflandi grunnskóla.

Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu en mikilvægt er að skrá sig til að tryggja þátttöku.

Dagskrá málþingsins

Skráning

Frekari upplýsingar um Heilsueflandi grunnskóla

Viðburður á facebook

<< Til baka