01.11.17

Fræðsludagur um bólusetningar barna

Í tengslum við fræðadaga heilsugæslunnar verður í dag haldinn á Grand hóteli fræðsludagur um bólusetningar barna. Athugið að nú þegar er fullt á viðburðinn en skráningu lauk þann 25. október.

Á fræðsludeginum verður fjallað um bólusetningar barna frá ýmsum sjónarhornum, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir ræðir um mikilvægi bólusetninga, lagagrundvöll og innleiðingu nýrra bólusetninga, Kamilla S. Jósefsdóttir, barnalæknir segir frá núverandi skema, sögu um ófullkomnar bólusetningar, aukaverkunum þeirra og frábendingum. Valtýr Stefánsson Thors, barnalæknir fjallar um aukaverkanir bólusetninga og frábendingar, Lilja Björk Kristinsdóttir, sérfræðingur á deild rafrænnar þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fjallar um skráningu bólusetninga, María Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur lýsir viðhorfi verðandi foreldra til bólusetninga barna og Ástþóra Kristinsdóttir, ljósmóðir útskýrir fræðslu um bólusetningar til foreldra.

Sjá dagskrá fræðsludagsins.
 
Nánari upplýsingar um Fræðadaga heilsugæslunnar 2017.

<< Til baka