13.10.17

Bleikur föstudagur

Sjá stærri mynd

Starfsmannafélag Embættis landlæknis tók í dag þátt í árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum með því að klæðast bleiku.

Hugmyndaflugið fékk algjörlega að ráða ferðinni eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Auk klæðaburðar í bleiku var haldinn morgunverðarfundur starfsfólks þar sem bleikar veitingar voru á borðum.

Með þátttöku í átakinu vill starfsfólk Embættis landlæknis sýna í verki samstöðu með þeirri baráttu.

 

<< Til baka