13.10.17

Heilsa og líðan Íslendinga 2017 – mistök í útsendingu bréfa

Þau leiðu mistök áttu sér stað fyrr í vikunni að fyrirtækið sem prentar og pakkar gögnum rannsóknarinnar Heilsa og líðan Íslendinga setti nokkra tugi ítrekunarbréfa, dagsett 13. nóvember 2017, í póst.

Embætti landlæknis harmar þessi mistök og biður þá einstaklinga innilega velvirðingar sem fengu fyrrnefnd bréf. Embættið vill ennfremur koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu einstaklinga sem þegar hafa svarað spurningalistanum.

Birgir Jakobsson, landlæknir

<< Til baka