09.10.17

Farsóttafréttir eru komnar út

 

 

Októberútgáfa Farsóttafrétta, fréttabréfs sóttvarnalæknis, er komið út á vef Embættis landlæknis.

Í fréttabréfinu kemur fram að kynsjúkdómar eru enn alvarlegt vandamál, þá einkum sárasótt. Talsvert greinist af HIV-sýkingu en stórt hlutfall hennar er á meðal einstaklinga með erlent ríkisfang. 

Fjallað er um hettusótt, lifrarbólgu A og berkla. Talsvert bar á hópsýkingum af völdum magakveisu einkum meðal skáta og kennara. Einnig er fjallað um aðra sýkingavalda sem eru til rannsóknar svo og inflúensu á Landspítala á þessu ári.

Í fréttabréfinu er einnig fjallað um áhyggjur Norðmanna vegna aukinnar umferðar kjarnorkuknúinna herskipa og kafbáta nálægt ströndum landsins. Viðbrögð þeirra við mögulegri geislamengun eru með dreifingu á joðtöflum sem ætlað er að draga úr skaðlegum áhrifum hennar. Fjallað er um viðbrögð hér á landi við slíkri vá.

Lesa nánar: Farsóttafréttir. 10. árgangur. 4. tölublað. Október 2017 (PDF)

Sóttvarnalæknir

 

 

<< Til baka