06.10.17

Matvæladagurinn 2017

Sjá stærri mynd

Fæðuhringurinn

Matvæladagur MNÍ, Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 12. október nk. kl. 08:30-16:00 á Fosshóteli Reykjavík.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Næring og heilsa á Íslandi – rannsóknir og samfélag. Þar verða kynntar nýjar rannsóknir og lýðheilsuverkefni sem unnið er að víða í íslensku samfélagi. Þar á meðal eru rannsóknir á næringu aldraðra jafnt sem ungbarna og skólabarna, sjúklinga og alls almennings.

Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir, næringarfræðingar hjá Embætti landlæknis segja frá þættinum næringu í Heilsueflandi samfélagi og fara yfir vaktanir á mataræði á vegum embættisins. Einnig verða kynnt áhugaverð rannsóknarverkefni á næringu í tengslum við geðheilsu, ADHD, krabbamein, íþróttaiðkun, fjölmiðlanotkun barna og fleira.

Matur er mannsins megin, rafrænt blað, gefið út í tilefni Matvæladagsins.

Sjá dagskrá ráðstefnunnar

Nánari upplýsingar á síðu Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands.

<< Til baka