04.10.17

Ráðstefnan „Börnin okkar - geðheilbrigðisþjónusta við börn og ungmenni á Íslandi“

Sjá stærri mynd

Geðrækt í skólastarfi – er hlutverk grunnskólans að efla geðheilsu og vellíðan?" er heiti erindis Sigrúnar Daníelsdóttur, sálfræðings og verkefnisstjóra geðræktar hjá Embætti landlæknis á ráðstefnu Geðhjálpar, „Börnin okkar-geðheilbrigðisþjónusta við börn og ungmenni á Íslandi, sem haldin verður á Grand hótel þriðjudaginn 17. október 2017.

Þar mun hún m.a. fjalla um af hverju grunnskólar eru ákjósanlegur vettvangur til að efla geðheilsu barnanna í landinu og kynna niðurstöður viðamikillar könnunar á geðræktarstarfi í íslenskum grunnskólum sem Embætti landlæknis hefur látið framkvæma.

Sjá  dagskrá ráðstefnunnar.

Á ráðstefnunni veitir fjöldi fyrirlesara yfirsýn yfir geðrækt, forvarnir og geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni að 24 ára aldri, hvað megi betur fara og hvaða leiðir séu færar til úrbóta í þjónustu við þennan aldurshóp á Íslandi.

Smellið hér til að fara á viðburð á facebooksíðu Geðhjálpar.

<< Til baka