27.09.17

Ráðstefna norrænna eftirlitsstofnana hefst í dag

Sjá stærri mynd

Hvernig bætum við öryggi sjúklinga og notenda þjónustunnar?" er yfirskrift ráðstefnu norrænna eftirlitsstofnana sem hefst í dag í ráðstefnuhúsinu Hörpu og lýkur á föstudag.

Á ráðstefnunni koma saman á annað hundrað fulltrúar norrænna stofnana sem hafa eftirlit með þeim sem veita heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Dagskrá ráðstefnunnar er afar fjölbreytt. Fjallað verður um hlutverk og vinnulag eftirlitsstofnana frá ýmsum hliðum og hvernig því sé best háttað til þess að auka öryggi þeirra sem nota þjónustuna.

Á meðal fyrirlesara eru Birgir Jakobsson landlæknir, Leifur Bárðarson, sviðsstjóri og Laura Scheving Thorsteinsson verkefnisstjóri hjá sviði eftirlits og gæða. Þau annast auk þess fundarstjórn í nokkrum málstofum ráðstefnunnar ásamt Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra sviðs eftirlits og frávika og Sigríði Haraldsdóttur, sviðstjóra heilbrigðisupplýsinga.

Sjá dagskrá og veggspjöld ráðstefnunnar 

<< Til baka