20.09.17

Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi ekki viðunandi

Sjá stærri mynd

Sóttvarnalæknir hefur gefið út skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2016 sem birt hefur verið á vefsíðu Embættis landlæknis. Eins og fram kemur í skýrslunni þá var þátttaka á árinu 2016 svipuð og á árinu 2015, nema við 12 mánaða og 4 ára aldur þar sem hún var töluvert lakari á árinu 2016.

Ástæður fyrir minni þátttöku eru ekki ljósar en mestar líkur eru á að innköllunarkerfi heilsugæslunnar sé ófullnægjandi fyrir börn á þessum aldri. Einnig var töluverður munur á milli landssvæða hvað þátttöku varðar.

Ef þátttaka minnkar enn frekar má búast við að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil.

Á næstunni mun sóttvarnalæknir kalla til ýmsa aðila til að leita leiða við að ná þátttökunni í viðunandi horf.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka