19.09.17

Málþing um heilsueflandi samfélag og vellíðan fyrir alla með Richard Ryan

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis, Endurmenntun Háskóla Íslands og menntavísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir málþingi um vellíðan og heilsueflandi samfélag, föstudaginn 22. september kl. 12:30 - 16:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Málþingið er haldið í tilefni af komu hins heimsþekkta fræðimanns Richard Ryan til landsins en hann er talinn vera einn af áhrifamestu sálfræðingum okkar tíma. Ryan er annar upphafsmaður Self-determination theories (SDT) eða sjálfsákvörðunarkenninga, sem eru kenningar um áhugahvöt (motivation) og vellíðan (well-being).

Fræðimenn út um allan heim hafa beitt kenningunum í rannsóknum sínum á ýmsum sviðum félagsvísinda, svo sem uppeldis og menntunar, heilsueflingar, markþjálfunar og stjórnunar svo eitthvað sé nefnt, sjá nánar

Birgir Jakobsson landlæknir ávarpar málþingið en fyrirlesarar auk Dr. Richard Ryan, SDT eru Dr. Ingibjörg Vala Kaldalóns, lektor við menntavísindasvið HÍ, Dr. Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur í hegðunarbreytingum hjá Embætti landlæknis og Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis og kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði. 

Skráning á vef Endurmenntunar Háskóla Íslands

<< Til baka