12.07.17

Biðlistar eftir völdum skurðaðgerðum í júní 2017

Hluti af eftirliti Embættis landlæknis er að fylgjast með aðgengi að heilbrigðisþjónustu og þar með biðtíma. Embætti landlæknis hefur gefið út viðmið um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Bið eftir aðgerð er talin ásættanleg allt að 90 dögum frá greiningu sérfræðings.

Í meðfylgjandi greinargerð er farið yfir stöðu á biðlistum 31. maí 2017. Sérstaklega hefur embættið reynt að leggja mat á það átak sem hófst fyrir rúmlega ári í þeim tilgangi að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum og augasteinsaðgerðum, hjartaþræðingum og kransæðavíkkunum.

Lesa nánar:

Greinargerð

Töfluyfirlit

Landlæknir

<< Til baka