22.06.17

Úthlutun úr Lýðheilsusjóði 2017

Á morgun, föstudaginn 23. júní, kl. 16:00 verður tilkynnt um úthlutun úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2017, í Kaffihúsinu Flóran, Grasagarðinum í Laugardal.

Dagskrá:

  • Ávarp heilbrigðisráðherra – Óttarr Proppé
  • HappApp – Helga Arnardóttir, fyrrum styrkhafi segir frá verkefninu HappApp sem hún hefur unnið að með styrk úr Lýðheilsusjóði
  • Úthlutun úr Lýðheilsusjóði 2017, Kristín Heimisdóttir, formaður stjórnar Lýðheilsusjóðs

Fundarstjóri: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis og fulltrúi í stjórn Lýðheilsusjóðs.

Boðið verður uppá heilsusamlegar veitingar

Um Lýðheilsusjóð:

Markmið Lýðheilsusjóðs er að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu. Sjá nánari upplýsingar um Lýðheilsusjóð.

<< Til baka