21.06.17

Heilbrigðisráðherra heimsótti Embætti landlæknis

Sjá stærri mynd

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra heimsótti Embætti landlæknis í gær og kynnti sér starfsemina.

Með ráðherra í för voru Sigrún Gunnarsdóttir, aðstoðarkona hans, Margrét Björnsdóttir, skrifstofustjóri, Fjóla María Ágústdóttir, verkefnastjóri í stefnumótunarþróun og Einar Magnússon, lyfjamálastjóri.

Birgir Jakobsson, landlæknir bauð gestina velkomna ásamt Önnu Björgu Aradóttur, Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, Leifi Bárðarsyni, Ragnhildi Erlu Bjarnadóttur, Sigríði Haraldsdóttur, og Þórólfi Guðnasyni.

Í heimsókninni var fjölbreytt og umfangsmikið starf embættisins kynnt og rætt, þar á meðal helstu verkefni og starfsáætlun Embættis landlæknis 2017-2018.

Heimsókninni lauk með spjalli, kaffi og köku með starfsmönnum.

Landlæknir þakkar ráðherra og samstarfsfólki fyrir komuna.

<< Til baka