19.06.17

Viðmið fyrir skurðstofustarfsemi gefin út

Sjá stærri mynd

Viðmið fyrir skurðstofustarfsemi hafa nú verið gefin út af Embætti landlæknis. Viðmiðin fjalla um hlutverk, mælikvarða, gæðavísa og aðgerðaáætlanir fyrir starfsemi skurðstofa. Eru þau m.a. byggð á ákvæðum í lögum og reglugerðum er snerta heilbrigðisþjónustu og taka til helstu þátta er varða starfsemi skurðstofa.

Viðmiðin voru unnin af starfshópi Embættis landlæknis um gerð viðmiða vegna skurðstofustarfsemi og eiga eftirtaldir aðilar sæti í hópnum:

Einar Örn Einarsson svæfinga- og gjörgæslulæknir, tilnefndur af Svæfinga – og gjörgæslulæknafélagi Íslands.
Guðrún Einarsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur, tilnefnd af Embætti landlæknis.
Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir, MD. PhD, tilnefndur af Skurðlæknafélagi Íslands.
Þóra Baldursdóttir skurðhjúkrunarfræðingur, tilnefnd af fagdeild skurðhjúkrunarfræðinga hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Leifur Bárðarson, sviðsstjóri, svið eftirlits og gæða Embætti landlæknis og
Laura Sch. Thorsteinsson, staðgengill sviðsstjóra, svið eftirlits og gæða Embætti landlæknis.

Viðmiðin voru unnin í nánu samstarfi við Ásu St. Atladóttur verkefnastjóra á sóttvarnarsviði Embættis landlæknis.

Það er Embætti landlæknis mikils virði að eiga aðgang að dýrmætri þekkingu fagfólks við gerð viðmiða sem slíkra og þess er vænst að viðmiðin verði til þess að auka gæði þjónustu og öryggi þeirra sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð.

<< Til baka