07.06.17

Kynningarfundur um lýðheilsuvísa 2017 í menningarhúsinu Hofi á Akureyri

Mánudaginn 12. júní 2017, kl. 13:00–16:00, stendur Embætti landlæknis fyrir kynningarfundi um lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum 2017 í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og áhrifaþætti þeirra. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild.

Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í umdæmunum, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu þeirra og líðan.

Fundinum verður streymt beint á netinu.

Dagskrá:

Kl. 13:00 Ávarp, Þorbjörg Jónsdóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri

Kl. 13:15: Hvers vegna lýðheilsuvísar? Birgir Jakobsson, landlæknir

Kl. 13:30:  Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum  Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis

Kl. 14:00: Kaffi

Kl. 14:20: Lýðheilsuvísar tengdir heilsu og sjúkdómum  Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis

Kl. 14:50: Lýðheilsuvísar og heilsueflandi samfélag á Akureyri  Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar

Kl. 15:20: Nýting lýðheilsuvísa hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands  Guðný Friðriksdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar

Kl. 15:40: Pallborðsumræður, í pallborði verða:  Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri, Sigríður Haraldsdóttir sviðsstjóri, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Akureyrarbæ, Guðný Friðriksdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri.

Kl. 16:00: Dagskrárlok

Fundarstjóri: Birgir Jakobsson landlæknir

 

Kynningarfundurinn er öllum opinn. Boðið verður upp á léttar veitingar.

<< Til baka