31.05.17

Leiðbeiningar um góða starfshætti lækna

Sjá stærri mynd

Á vef Embættis landlæknis eru komnar út leiðbeiningarnar Góðir starfshættir lækna. Er þetta önnur útgáfa leiðbeininga frá landlækni um þetta efni, en þær voru fyrst gefnar út árið 2005. Líkt og fyrsta útgáfa byggja nýju leiðbeiningarnar að verulegu leyti á sambærilegum leiðbeiningum (Good Medical Practice) frá General Medical Council í Bretlandi sem hafa verið þýddar og staðfærðar fyrir Ísland.

Að mati landlæknis var talin full ástæða til þess að gefa út nýjar og uppfærðar leiðbeiningar í ljósi þess að íslensk löggjöf breyttist með lögum um landlækni og lýðheilsu frá 2007 auk þess sem siðareglur lækna voru uppfærðar 2013. Einnig gaf General Medical Council út uppfærðar leiðbeiningar árið 2014.

Sú leið var valin að byggja einvörðungu á leiðbeiningum General Medical Council, Good Medical Practice, en aðlaga þær að íslenskum aðstæðum þar sem það á við. Helst ástæða þess er sú að lyflæknissvið Landspítala hefur hafið náið samstarf við Royal College of Physicians (RCP) í Bretlandi um framhaldsmenntun lækna hér á landi. Skilyrði fyrir samstarfinu af hálfu RCP er að framhaldsnám lækna hérlendis uppfylli sömu kröfur og gerðar eru í Bretlandi.

Ábyrgðarmaður leiðbeininganna er Birgir Jakobsson landlæknir.

Lesa nánar: Góðir starfshættir lækna. 2017 (PDF)

Landlæknir

<< Til baka