30.05.17

Ársskýrsla Embættis landlæknis 2016 komin út

Sjá stærri mynd

Ársskýrsla Embættis landlæknis fyrir árið 2016 er komin út á vef embættisins.

Fjallað er um aðaláherslur starfsáætlunar 2016–2017 og hvernig tókst að framfylgja þeim á árinu 2016 auk þess sem greint er frá helstu viðfangsefnum ársins á einstökum fagsviðum, fjárhag embættisins, erlendu samstarfi og útgáfu.

Eins og á síðasta ári er ársskýrslan nú mun styttri en áður tíðkaðist og eingöngu gefin út á rafrænu formi. Hún hefur minna talnaefni að geyma en áður en þess í stað er vísað með hlekkjum á viðkomandi tölur á vef embættisins. Auk þess er víða í skýrslunni vísað á annars konar efni á vefnum til frekari fróðleiks.

Ritstjóri ársskýrslunnar er Jónína Margrét Guðnadóttir en ábyrgðarmaður er Birgir Jakobsson landlæknir.

Útlit skýrslunnar hannaði Auglýsingastofa Þórhildar.

Skoða nánar: Ársskýrsla Embættis landlæknis 2016 (PDF)


Jónína Margrét Guðnadóttir

útgáfu- og vefstjóri

<< Til baka