08.05.17

Norræna lýðheilsuráðstefnan í Danmörku 2017 – Skráning hafin

Sjá stærri mynd

Skráning er hafin á Norrænu lýðheilsuráðstefnuna sem verður haldin í Álaborg dagana 22.-25. ágúst 2017. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Lýðheilsa í velferðarsamfélagi á tímum breytinga – Hvernig mótum við sjálfbærar lausnir?" Við vekjum athygli á að ráðstefnugjöld hækka frá og með 2. júní.

Á ráðstefnunni verður boðið uppá fjölbreytta og áhugaverða dagskrá þar sem sérfræðingar beina sjónum að félagslegum jöfnuði til heilsu, geðheilbrigði, félagslegri sjálfbærni og notkun samfélagsmiðla. Sérstök áhersla verður lögð á að fjalla um tækifæri og áskoranir lýðheilsu í norrænu velferðarsamfélagi. Auk spennandi fyrirlesara og fjölmargra vinnustofa er boðið upp á heimsóknir er tengjast lýðheilsu og áherslum í nærsamfélaginu.

Norræna lýðheilsuráðstefnan hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fagfólks á sviði lýðheilsu. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1987 og hefur hún síðan gegnt mikilvægu hlutverki í að efla lýðheilsu- og samstarf á sviði lýðheilsu innan Norðurlandanna. Skipulagning ráðstefnunnar er að þessu sinni í höndum Sundhedsstyrelsen í Danmörku, í nánu samstarfi við lýðheilsuyfirvöld í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi.

Á ráðstefnunni verða meðal annars fyrirlesarar frá Íslandi en árið 2020 verður ráðstefnan haldin hér á landi.

Skráning og nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á síðu Nordisk Folkesundhedskonference.

Athugið að eftir 1. júní hækkar ráðstefnugjaldið sem nemur 500 DKR.

<< Til baka