04.05.17

Ráðstefna: Barátta gegn sýklalyfjaónæmi

Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Í tilefni af heimsókn sendinefndar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) boðar Matvælastofnun (MAST) og EFSA til ráðstefnu í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar um málefnið.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir flytur á ráðstefnunni erindi undir yfirskriftinni: „Staða sýklalyfjaónæmis á Íslandi og tillögur starfshóps um aðgerðir".

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 15. maí 2017, kl. 13:30–16:30.

Sjá nánari upplýsingar og dagskrá á vef Matvælastofnunar.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka