25.04.17

Næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2

Á vef Embættis landlæknis eru komnar út leiðbeiningar undir heitinu „Næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2. Fræðilegur bakgrunnur leiðbeininga fyrir næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2."

Samantektin byggir á erlendum leiðbeiningum frá Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum en tekið hefur verið tillit til íslenskra aðstæðna þar sem við á, svo og niðurstaðna vinnustofu sem haldin var á Háskólatorgi Háskóla Íslands 7. apríl 2016 og athugasemda sem bárust í kjölfarið.

Þessari samantekt er ætlað að vera fræðilegt yfirlit og stuðningur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2.

Vinnuhópinn sem vann að leiðbeiningunum skipa: Bertha María Ársælsdóttir, Bryndís Eva Birgisdóttir og Óla Kallý Magnúsdóttir. Þær eru gefnar út í samstarfi Landspítala, Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Embættis landlæknis og Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands.

Lesa nánar: Næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2 (PDF)

Anna Björg Aradóttir sviðsstjóri
Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri næringar

<< Til baka