19.04.17

Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu

Landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu um afstöðu sína til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu í tilefni umræðu í fjölmiðlum og á Alþingi á undanförnum mánuðum um hvort heilbrigðisráðherra hygðist veita Klíníkinni í Ármúla leyfi til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu með fimm daga legudeild.

Yfirlýsinguna hefur landlæknir þegar sent velferðarráðuneytinu. Í henni kemur fram að Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið túlka lagaákvæði um slíkt rekstrarleyfi hvort með sínum hætti.

Lesa nánar: Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu – Yfirlýsing frá landlækni 19. apríl 2017

<< Til baka