31.03.17

Annar einstaklingur með mislinga greinist á Íslandi

Fyrir nokkrum dögum greindist annað barn hér á landi með mislinga. Þar sem um er að ræða 10 mánaða gamalt óbólusett barn, sem er tvíburasystkini barnsins sem hér greindist fyrir 10 dögum, er ekki um óvæntan atburð að ræða.

Þetta er í fyrsta skipti í u.þ.b. aldarfjórðung sem mislingasmit hefur orðið á Íslandi.

Barninu heilsast vel og er í einangrun heima. Fleiri einstaklingar hafa ekki greinst hér á landi og má telja dvínandi líkur á fleiri tilfellum á næstunni.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka