31.03.17

Lýðheilsuráðstefnan 23.-25. ágúst í Álaborg – opið fyrir skráningar

Sjá stærri mynd

Merki norrænu lýðheilsuráðstefnunnar

Norræna lýðheilsuráðstefnan er vettvangur fagfólks á sviði lýðheilsufræða sem hefur verið haldin allt frá árinu 1987 og komið lýðheilsu og lýðheilsustarfi á dagskrá á Norðurlöndunum. Þetta er því afmælisár ráðstefnunnar. 

Dagskráin er fjölbreytt og fjallar meðal annars um félagslegan ójöfnuð til heilsu, félagslega sjálfbærni, geðheilbrigði svo fátt eitt sé nefnt. Sérfræðingar fjalla um tækifæri og áskoranir á sviði lýðheilsu innan norrænna velferðarkerfa.

Auk dagskrár er hægt að taka þátt í áhugaverðum viðburðum tengdum ráðstefnunni og nýta tækifærið til að skoða Álaborg nánar en árið 2015 mældust íbúar þar ánægðastir Evrópubúa með líf sitt.

Ráðstefnan hefur með tímanum orðið að stærsta vettvangi fyrir umræður og þekkingarmiðlun þvert á Norðurlöndin þegar um er að ræða þróun aðgerða og regluverks á sviði lýðheilsu.

Árið 2020 verður ráðstefnan haldin á Íslandi.

Skráningar á ráðstefnuna í ár fara fram á heimasíðu ráðstefnunnar en þar má einnig finna nánari upplýsingar um dagskrá og praktíska þætti. Þónokkrar málstofur verða á ensku auk þess sem ensk túlkun verður hjá aðalfyrirlesurum.

Skráning

Jenný Ingudóttir
verkefnisstjóri 

<< Til baka