30.03.17

Drykkjumenning innan Evrópu er enn mjög fjölbreytt. Niðurstöður rannsóknarskýrslu RARHA SEAS í 19 Evrópuríkjum

Sjá stærri mynd

Enn er munur milli drykkjumenningar í norðan- og austanverðri Evrópu annars vegar og hins vegar sunnanverðri þegar talað er um tíðni áfengisneyslu og magn áfengis sem er drukkið í hvert skipti.

Meðal allra þjóða í Norður- og Austur-Evrópu, þar sem hefð er fyrir neyslu strekra drykkja, er tíðni áfengisneyslu að jafnaði lægri og magn þess áfengis sem drukkið er við einstök tækifæri að jafnaði meira samanborið við vínmenninguna sem tíðkast við Miðjarðarhafið. Í fyrrnefndu löndunum hafa bjór og léttvín orðið ráðandi í neyslunni í seinni tíð frekar en sterkt áfengi en hins vegar dregur úr léttvínsdrykkju í þeim síðarnefndu og neysla á bjór og sterku áfengi eykst.


Ölvunardrykkja er enn ríkjandi í Norður Evrópu

Mikill breytileiki ríkir þegar kemur að tíðni ölvunardrykkju. Hlutfall þeirra sem segjast hafa drukkið sig ölvaða að minnsta kosti einu sinni á síðustu 12 mánuðum er á bilinu frá rúmlega 60% í löndum í Norður-Evrópu og niður í um 10% á Ítalíu og í Portúgal.

Hlutfall þeirra sem segjast hafa drukkið sig ölvaða
á síðustu 12 mánuðum

Spánn leggur til tvö úrtök í RARHA SEAS: eitt úrtak úr allri spænsku þjóðinni og annað úrtak sem tekur aðeins til Katalónínu. Þó að úrtökin séu frá sama landi (Spáni) eru sérstakar ástæður fyrir því að niðurstöðurnar eru kynntar hvorar í sínu lagi
sem „Spánn“ og „Spánn-Katalónía“.


RARHA SEAS rannsóknin, sem gerð var árið 2015, áætlaði hlutfall ölvunardrykkju (RSOD) af heildarneyslu áfengis. Hún gerir ráð fyrir að meðaltali um 30% en spannar frá nærri 50% í Finnlandi og á Íslandi niður í undir 10% á Ítalíu.


Stór munur á hlutfalli þeirra sem ekki drekka breytir ályktunum af sölutölum

Að meðaltali segjast um 15% Evrópubúa ekki hafa drukkið áfengi á síðustu 12 mánuðum. Þetta hlutfall er þó misstórt milli landa, nær allt frá 7% í Danmörku til yfir 25% í Portúgal og yfir 30% á Ítalíu. Upplýsingar um hlutfall þeirra sem drekka aldrei gefa frekari upplýsingar um hvaða þýðingu skráð áfengisneysla hefur.

Eins og sölutölur frá Ítalíu sýna er skráð áfengisneysla á hvern fullorðinn íbúa um 7,6 lítrar, og því meðal þeirrar lægstu í Evrópu, á meðan hún er há í Danmörku eða rúmlega 9,5 lítrar. Ef viðmiðið er á hinn bóginn einungis þeir sem neyta áfengis er neysla þeirra Ítala sem drekka um 10,8 lítrar, með öðrum orðum jafnmikil eða meiri en Dana, sem drekka um 10.4 lítra.


Evrópubúar halda sig frá áfengi vegna neikvæðrar reynslu en drekka í leit að jákvæðum áhrifum

Það geta verið margar ástæður fyrir því að fullorðið fólk neytir ekki áfengis. Fjórar ástæður eru oftast nefndar í RARHA SEAS rannsókninni: Slæmt heilsufar, slæm reynsla af drykkju, fólki líkar ekki bragð og áhrif áfengis og loks hafnar það áfengi af trúarástæðum sem efnahagslegar forsendur ýta undir.

Ástæður fyrir áfengisneyslu reyndust við athugun vera fjórþættar: Ánægja, samneyti við annað fólk, hollusta og viðbrögð við vandamálum. Að jafnaði voru nautnin og félagslegar ástæður ráðandi.


Óskráð áfengi - veruleg uppspretta áfengis

Sjö lönd ákváðu að kanna framboð á óskráðu áfengi. Hlutfall svarenda sem urðu sér úti um óskráð áfengi frá bæði innlendum og erlendu aðilum var verulegt; allt frá um það bil 5% á Spáni, 10% í Ungverjalandi, Póllandi og Portúgal, 28% í Króatíu og upp í um 40% í Finnlandi og Grikklandi.


Einkenni áfengissýki eru til staðar hjá 20% Evrópubúa

Skimunartækið Rapid Alcohol Problem Screen (RAPS), sem samanstendur af fjórum spurningum um einkenni áfengiss, sýnir að tæplega einn af hverjum fimm svarendum hafði fundið fyrir að minnsta kosti einu einkenni um áfengissýki, en einn af hverjum tíu hafði upplifað tvö eða fleiri einkenni á síðustu 12 mánuðum. Meðal þeirra vandamála sem voru nefnd var „sektarkennd", sem var algengast, til þess að fá sér „afréttara", sem var sjaldgæfast.


Áfengisneysla hafði skaðleg áhrif á meirihluta Evrópubúa á síðustu 12 mánuðum og fimmti hver bjó með einstaklingi í æsku sem drakk óhóflega

Fram kom í könnuninni að yfir 60% Evrópubúa í þátttökulöndunum höfðu að meðaltali orðið fyrir skaðlegum áhrifum eða hafði verið unnið mein vegna drykkju annarra á síðustu 12 mánuðum, þar af 46% af hálfu einstaklings sem þeir þekktu og 42% af hálfu ókunnugra.

Ef alvarlegri afleiðingar eru skoðaðar, eins og að skaðast líkamlega, eiga í alvarlegu rifrildi, vera farþegi hjá ölvuðum ökumanni eða lenda í umferðarslysi af völdum ölvaðs ökumanns, er þetta hlutfall enn verulegt, eða um 20% að meðaltali, allt frá yfir 40 % í Litháen í um 10% í Svíþjóð, Austurríki og Ungverjalandi.

RARHA SEAS könnunin sýndi að meðaltali að fimmti hver Evrópubúi bjó í bernsku eða á unglingsárum á heimili með einstaklingi sem drakk óhóflega mikið og um helmingur þeirra taldi sig hafa orðið fyrir „miklum" skaðlegum áhrifum. Slík reynsla var algengust í Eystrasaltsríkjunum (vel yfir 30%) og fátíðust á Ítalíu og Spáni.


Áfengi er ekki venjuleg verslunarvara og krefst sérstakrar takmarkana

Svarendur eru á einu máli um að æskilegustu aðgerðir í stefnumótun séu fræðsla og upplýsingagjöf ásamt handahófskenndum blástursmælingum ökumanna , en hvort tveggja naut stuðnings mikils meirihluta svarenda. Hins vegar er meirihluti svarenda sammála um að áfengi er ekki venjuleg verslunarvara og krefst því sérstakra takmarkana. Þeir telja einnig að stjórnvöld beri ábyrgð á því að vernda fólk gegn skaðlegum áhrifum eigin drykkju.

Samhljómur er minni varðandi ýmsar ráðstafanir í áfengisvörnum; skoðanir á ýmsum takmörkunum á aðgengi að áfengi og verðlagningu skiptast nánast jafnt milli stuðningsmanna og andstæðinga. Lítill meirihluti er fylgjandi því að stýra opnunartímum áfengissölu á kvöldin og örlítill meirihluti er á móti háu verði til að því að draga úr skaða af völdum áfengisneyslu.Fyrstu Sameiginlegu aðgerðir ESB í áfengismálum - Joint Action on Alcohol – sem miða að því að draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu (RARHA) skapa verulegan ávinning fyrir Evrópu

Verkefnið Joint Action on Alcohol nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og aðildarríkja www.rarha.eu/

Skýrslan er byggð á Stöðluðu evrópsku áfengiskönnuninni (RARHA SEAS), sem gefur nýjar áhugaverðar upplýsingar um áfengisneyslu í Evrópu. RARHA SEAS er alhliða könnun sem var gerð í 20 lögsagnarumdæmum í 19 Evrópulöndum og teygði sig frá Íberíuskaganum í vestri til Skandinavíu og í suðri frá Grikklandi og Ítalíu til Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Bretlands.

Könnunin var gerð á handahófskenndu úrtaki meðal almennings á aldrinum 18–64 ára. Að jafnaði voru tekin fimmtán hundruð viðtöl í hverju landi og heildarfjöldinn samanlagt yfir
32.000.


Framundan

  1. RARHA SEAS könnunina ætti að endurtaka innan fjögurra til fimm ára til að fylgjast með þróun í faraldsfræði tengdri áfengisneyslu og til að fylgjast með áhrifum stefnumótunar í áfengismálum auk áhrifa frá almennum félagslegum- og efnahagslegum þáttum og menningarlegri þróun.
  2. Sjálfbærni staðlaðra kannana á áfengisneyslu mætti tryggja með því að koma á fót evrópskri stofnanaumgjörð. Skoða þarf mismunandi valkosti og sérstaklega Eftirlitsstofnun Evrópu með vímugjöfum og fíkn (EMCDDA).

Lesa nánar skýrsluna:

Moskalewicz J., Room R., Thom B. (eds) (2016) Comparative monitoring of alcohol epidemiology across the EU. Baseline assessment and suggestions for future action. Synthesis report.

 

Rafn M. Jónsson
Sveinbjörn Kristjánsson
verkefnisstjórar 


<< Til baka