24.03.17

Ekki fleiri einstaklingar verið greindir með mislinga

Í dag (24.3.2017) hafa ekki fleiri einstaklingar verið greindir með mislinga í kjölfar veikinda barnsins sem greindist 20.3.2017 á Barnaspítala Hringsins. Barnið hefur dvalist heima og ekki fengið alvarleg einkenni.

Um 200 einstaklingar höfðu verið í misnánum samskiptum við barnið meðan á veikindum stóð. Starfsmenn Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsugæslu Akureyrar og nokkurra annarra heilsugæslustöðva á landinu settu sig í samband við svo til alla þessa einstaklinga til að upplýsa þá um stöðuna og leiðbeina um áframhaldandi eftirlit. Stærsti hluti þessara einstaklinga var bólusettur en óbólusettum einstaklingum var boðin bólusetning sem allflestir þáðu.

Ekki er ólíklegt að einhverjir einstkalingar muni greinast á næstunni með mislinga en vegna þess hve stór hópur útsettra einstaklinga var þegar bólusettur og vegna hinna snöru viðbragða Landspítalans og heilsugæslunnar er ekki búist við útbreiddum faraldri.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka