22.03.17

Varðandi bólusetningu gegn mislingum

Að gefnu tilefni vill sóttvarnalæknir taka fram að engin ástæða er til að flýta almennt 18 mánaða bólusetningu gegn mislingum vegna þessa eina tilfellis sem greindist hér á landi á dögunum.

Einu ástæður til að flýta 18 mánaða bólusetningunni eru hjá eftirfarandi:

  • Börnum 9 mánaða eða eldri sem á undangengnum þremur dögum hafa umgengst einstakling með staðfesta mislinga.
  • Börnum 9 mánaða eða eldri sem líklega munu komast í tæri við mislinga t.d. vegna ferðalaga.
  • Ef fleiri mislingatilfelli fara að greinast hér á landi þá getur þurft að hefja bólusetningu hjá yngri börnum en það verður þá tilkynnt sérstaklega.

Ekki er ráðlagt að bólusetja börn yngri en 9 mánaða vegna þess að litlar líkur eru á að bóluefnið virki hjá svo ungum börnum.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka