17.03.17

Ráðleggingar til lækna um meðferð algengra sýkinga utan spítala.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út ráðleggingar um notkun sýklalyfja vegna algengra sýkinga utan spítala, í samvinnu við sóttvarnalækni og Landspítala. 

Ráðleggingarnar eru byggðar á sænskum leiðbeiningum, svokölluðum STRAMA-leiðbeiningum (strategigruppen för rationell antibiotikaanvändning och minskad antibiotikaresistens) og fékkst leyfi fyrir íslenskri þýðingu og staðfæringu.

Útgáfan er hluti af opinberu átaki sem miðar að því að auka skynsamlega notkun sýklalyfja og á þann hátt hindra útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.

Fylgst verður náið með árangri átaksins og ef árangur verður góður er stefnt að því að innleiða átakið á önnur svæði á Íslandi.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka