16.03.17

Talnabrunnur er kominn út

Talnabrunnur, fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er kominn út á vef Embættis landlæknis. Að þessu sinni er fréttabréfið helgað könnun á áfengis- og tóbaksnotkun á Íslandi á síðastliðnu ári, en hún var hluti af vöktun embættisins á tilteknum áhrifaþáttum heilbrigðis. 

Helstu niðurstöður könnunarinnar voru að enn dregur úr daglegum reykingum Íslendinga og að nálægt annar hver karlmaður og þriðja hver kona á aldrinum 18–34 ára hér á landi hafa þróað með sér skaðlegt neyslumynstur áfengis.

Greinarhöfundar eru Rafn M. Jónsson, Viðar Jensson og Sveinbjörn Kristjánsson.

Ritstjóri Talnabrunns er Hildur Björk Sigbjörnsdóttir.

Lesa nánar: Talnabrunnur. 11. árgangur. 2. tölublað. Febrúar 2017 (PDF)

<< Til baka