08.03.17

Rannsókn á liðsýkingum í kjölfar liðspeglana á Íslandi

Sóttvarnalæknir hefur, í samvinnu við Landspítalann, lokið við gerð rannsóknar á liðsýkingum í kjölfar liðspeglana á Íslandi. Samkvæmt sóttvarnalögum er sóttvarnalækni skylt að vakta aðgerðatengdar sýkingar í heilbrigðisþjónustunni og er þessi rannsókn liður í þeirri vöktun.

Rannsóknin spannar 4½ ár og var niðurstaðan sú að sýkingar greindust í kjölfar 0,2–0,3% speglana sem er innan viðurkenndra alþjóðlegra viðmiðunarmarka.

 

Sóttvarnalæknir

 

<< Til baka