08.03.17

Hættu nú alveg! Málþing í Hörpu 14. mars 2017

 Þriðjudaginn 14. mars næstkomandi stendur Embætti landlæknis ásamt Háskóla Íslands, Læknafélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi um tóbaksvarnir sem ber yfirskriftina „Hættu nú alveg!"

Málþingið verður haldið í Kaldalóni, Hörpu  klukkan 13:00–16:00.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra mun setja þingið. Á dagskránni eru þrír fyrirlesarar:
 

  • Ángel López, prófessor í hagfræði við Tækniháskólann í Cartagena á Spáni, fjallar um hvernig við getum notað skattlagningu til að bæta heilsu þjóðarinnar.
  • Charlotta H. Pisinger, vísindamaður við Forskningscenter for Forebyggelse og Sundhed í Kaupmannahöfn, flytur erindi undir undir yfirskriftinni „Rafsígarettur – undur eða ógn?".
  • Jónas Atli Gunnarsson hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnir fyrstu niðurstöður úr könnun stofnunarinnar á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum.

Fundarstjóri verður Guðmundur Þorgeirsson, prófessor og sérfræðingur í hjartalækningum, og stýrir hann einnig pallborðsumræðum að framsöguerindum loknum. Birgir Jakobsson landlæknir tekur þátt í pallborðinu auk fyrirlesaranna.

Þingið fer að mestu fram á ensku.

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Tilkynna þarf þátttöku með því að senda póst á krabb@krabb.is í síðasta lagi 13. mars 2017.

Sjá Dagskrá (PDF)

Viðar Jensson
verkefnisstjóri tóbaksvarna

<< Til baka