02.02.17

Umfang kannabisneyslu á Íslandi

Fyrsti morgunverðarfundur ársins á vegum samstarfshópsins Náum áttum verður haldinn miðvikudaginn 8. febrúar nk. á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík kl. 8:15–10:00. Efni fundarins á þessu sinni er Umfang kannabisneyslu. Þróun – áhrif – samfélag.

Frummælendur á fundinum

 • Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum & greiningu:
  Vímuefnaneysla framhaldsskólanema – stað og þróun yfir tíma
   
 • Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna:
  Bara gras? Að lýsa og upplýsa
   
 • Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur:
  Umfang kannabisneyslu meðal fullorðinna

Fundarstjóri er Rafn M. Jónsson

Að venju hefst fundurinn kl. 08.15 með morgunverði og er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Þáttökugjald er kr. 2.400 sem þarf að staðgreiða. Morgunverður er innifalinn í gjaldinu.

Skráningar á http://www.naumattum.is/page/na_skraningafund

Sjá nánar: Dagskrá (PDF)

Rafn M. Jónsson
verkefnisstjóri

<< Til baka