02.02.17

Viðbragðsáætlun vegna sóttvarna í höfnum og skipum, landsáætlun

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa gefið út Viðbragðsáætlun vegna sóttvarna í höfnum og skipum, landsáætlun.

Áætlunin styðst meðal annars við alþjóðaheilbrigðisreglugerðina (IHR-2005), lög um almannavarnir nr. 82/2008, sóttvarnalögin nr. 19/1997 auk annarra laga og reglugerða sem nefnd eru í viðauka áætlunarinnar. Áætlunin er skrifuð samkvæmt sniðmáti sem gefið er út af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Áætlunin nær til allra skipa nema herskipa og annarra skipa í opinberri eigu.

Markmið þessarar áætlunar að tryggja skipulögð viðbrögð hlutaðeigandi þegar skip óskar eftir aðstoð vegna veikinda um borð, að lágmarka eins og kostur er áhrif smits, mengunar, geislavirkni eða óvæntra atburða og einnig að tryggja góða upplýsingamiðlun.

Við gerð áætlunarinnar var það haft að leiðarljósi að tengja hana eins og kostur væri við aðrar fyrirliggjandi áætlanir og leiðbeiningar vegna óvæntra atvika.

Má nefna:

Einnig er áætlunin tengd við handbækur sem gefnar eru út af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem varða verklag um borð í skipi eða innan hafnar þegar grunur vaknar um atvik sem hugsanlega er ógn við lýðheilsu (Handbook for management of public health events on board ships). 

Áætlunin inniheldur gátlista fyrir alla þá aðila sem hlutverk hafa þegar atvik verður um borð í skipi eða innan hafnar sem hugsanlega ógnar lýðheilsu. Einnig eru þar skráðar leiðbeiningar um gerð áhættumats og leiðbeiningar um stjórnskipulag í almannavarnaástandi, auk fjölda annarra upplýsinga.
Ákveðnar hafnir í öllum sóttvarnaumdæmum eru skilgreindar sem sóttvarnahafnir og á næstu vikum verður boðað til kynningarfunda með þeim sem málið varða.

Lesa nánar: Viðbragðsáætlun vegna sóttvarna í höfnum og skipum, landsáætlun.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka