05.02.16

Biðtími eftir hjartaþræðingu á Landspítala styttist hratt

Embætti landlæknis vill vekja athygli á að Hjartadeild Landspítala hefur tekist að vinna niður biðlista er varða bið eftir hjartaþræðingu (víkkanir meðtaldar) jafnt og þétt.

Í október 2014 biðu 274 einstaklingar eftir slíkri aðgerð. Ári seinna hafði sú tala lækkað í 171 einstakling og í janúar í ár biðu 92 einstaklingur eftir hjartaþræðingu.

Langflestir höfðu beðið skemur en 3 mánuði en það voru á því meðferðarlegar skýringar ef sjúklingar höfðu beðið mjög lengi.

Fjöldi sjúklinga á biðlista eftir hjartaþræðingu frá október 2014 til janúar 2016.

Fjöldi sjúklinga sem biðu eftir hjartaþræðingu á LSH frá október 2014 til janúar 2016.


Með mjög samstilltu átaki starfsfólks Hjartadeildar spítalans hefur þessi góði árangur náðst.

Leifur Bárðarson
sviðsstjóri eftirlits og gæða

<< Til baka