03.02.16

ICF bókin er komin út á íslensku

Sjá stærri mynd

Á vegum Embættis landlæknis og Háskólans á Akureyri er komin út handbókin ICF: Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu, stutt útgáfa.

Er þetta íslensk þýðing á flokkunarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) ICF: International Classification of Functioning, Disability and Health, short version og í fyrsta sinn sem kerfið kemur út á prenti á íslenskri tungu.

ICF er hluti af svokallaðri „fjölskyldu" alþjóðlegra flokkunarkerfa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, eða The WHO Family of International Classifications. Uppbygging kerfisins beinir sjónum að samspili milli heilsufars, færni og aðstæðna en einblínir ekki einvörðungu á sjúkdóma. Í klínísku umhverfi nýtist ICF t.d. til þess að meta færni, setja markmið og ákveða meðferðaráætlanir, fylgjast með árangri og meta útkomu.

Þýðing ICF á íslensku byggir á samningi Embættis landlæknis við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Embættið hafði umsjón með verkinu en heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri annaðist þýðinguna.

Nánari upplýsingar um ICF-flokkunarkerfið er að finna í greinum í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, í mars 2015 og í janúar 2016.

ICF bókina má panta hjá Embætti landlæknis á mottaka@landlaeknir.is. Einnig má nálgast hana hjá Bóksölu stúdenta. Verðið er kr. 3.595.

Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir

<< Til baka